top of page
LL-kaðlar.jpg

Fjölskylduþræðir

Fjölskyldan er síbreytilegt kerfi þar sem allir hafa áhrif hver á annan. Jafnvægi á milli þessara póla byggist m.a. á trausti og rými fyrir hvern og einn til að fara sínar eigin leiðir. Þegar breyting verður hjá einum í fjölskyldunni hefur það áhrif á hina – bæði í orðum og þögn.​

Screenshot 2025-04-22 at 19.33.22.png

Meðvirkni

Þar sem meðvirkir einstaklingar eru svo uppteknir af hegðun og líðan annarra og gleyma oft að hugsa um sjálfan sig, getur það leitt til truflunar á þroska þeirra eigin sjálfsmyndar.

Það getur reynst erfitt að setja sjálfum sér og öðrum mörk og sambönd við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk verður á forsendum annarra.

Stúlka heldur á tusku ljóni.jpg

Að sættast við æskuna​

Margir einstaklingar hafa átt erfiðar upplifanir í æsku sem þeir hafa kannski þörf á að sættast við þegar þeir eru uppkomnir. Eitt af mikilvægu atriðunum í því ferli er að finna út hverju er hægt að breyta en einnig hverju er ekki hægt að breyta.

Screenshot 2025-04-22 at 19.10.59.png

Áhrif fjölskylduerfiðleika á starfsgetu og vinnuumhverfi

 

Fjölskylduvandamál geta verið allskonar og eru algengari í lífi fólks en við áttum okkur á. Þó þau séu hluti af mannlegri reynslu, geta þau haft veruleg áhrif á daglegt líf þegar þau verða langvinn og óleyst – ekki síst á starfsgetu einstaklinga, bæði andlega og líkamlega.

Meðvirkni á vinnustað

Meðvirkni á vinnustöðum getur haft mikil áhrif á samstarf, líðan og vinnuafköst. Ástandið getur valdið streitu, kvíða og vinnuþreytu og geta birtingarmyndir meðvirkni verið margskonar, allt frá mikilli stjórnsemi yfir í mikla undanlátsemi og nánast allt þar á milli.

Fjölskyldan í kjölfar áfalla

 

Flestar fjölskyldur upplifa einhvers konar áföll á lífsleiðinni. Misjafnt er hvernig brugðist er við eða unnið úr þeim. Áföll geta birst í ýmsum myndum og einskorðast ekki við einn tiltekinn atburð.

Handleiðsla

Handleiðsla er stuðningur við einstaklinga og hópa sem vilja styrkjast og þroskast í starfi. Þar gefst vettvangur til að skapa nýjan skilning á starfinu og finna fleiri leiðir og úrræði í málum sem er verið að vinna með. Með reglubundinni faglegri handleiðslu minnka líkur á stöðnun, streitu eða kulnun í starfi. ​​

Screenshot 2025-04-22 at 20.08.00.png

Samskipti við aldraða foreldra

Það getur komið upp togstreita á milli aldraðra foreldra og barna þeirra þegar hlutverkaskipti verða. Einnig geta koma upp vandamál á milli systkina og spurningar vakna.

Hver gerir mest fyrir mömmu eða pabba? Erum við að ganga á okkur sjálf? Eða erum við með yfirgang?

Var foreldri þitt að misnota áfengi?

Jafn­vel þótt not­andi áfeng­is­ins hafi ekki verið form­lega greind­ur, geta ein­stak­ling­ar oft séð hvort of­neysla var til staðar eða ekki og hve mik­il áhrif það hafði á fjöl­skyld­una.

Bullandi unglingaveiki

Foreldrar sem eiga börn á táningsaldri velta oft fyrir sér hvernig best er að umgangast þennan aldur. Barnið breytist í ungling með öllum þeim skemmtilegu og litríku einkennum sem því fylgja.

bottom of page