Hvað við gerum
Leitum leiða veitir samskiptaráðgjöf fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og fyrirtæki.
Boðið er upp á viðtöl, faghandleiðslu, fyrirlestra og námskeið.
Áherslur: Samskiptavandi - Mörk/markaleysi - Meðvirkni - Sjálfsstyrking
Ef samskipti eiga sér stað á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt, er mun auðveldara að vera þátttakandi í því að líða vel, að búa til ánægða fjölskyldu, nærandi vinnustað og gott samfélag.
Allir græða; einstaklingurinn, fjölskyldan, fyrirtækin og samfélagið.
Viðtöl
Einstaklings-, para- og fjölskylduviðtöl
Tími. 55 mín.
Verð: 20.000 kr.
Hópastarf
Hópavinna er góð leið til að aðstoða hvert annað við að finna aðferðir sem gætu gagnast til dæmis í samskiptum við aðra. Einstaklingar eru mis sterkir á ólíkum sviðum, upplifunin á svipuðum atburðum er ekki alltaf eins og gott að fá ólík sjónarhorn.
Þá gagnast hópavinna ekki síður þeim sem eiga erfitt með að tjá sig þar sem það getur verið gott að æfa sig í litlum hópi sem maður treystir.
Hópar eru að jafnaði 1x í viku, 1,5 klst. í senn.
Verð: 16.000 kr. mánaðargjald
Til þess að komast í hóp þarf viðkomandi að hafa farið á námskeiðið:
Aldrei aftur meðvirkni - Aldrei aftur hvað?
Nánari upplýsingar veitir
Hafdís Þorsteinsdóttir í síma 857-7575 eða hafdis@leitumleida.is
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá flestum stéttarfélögum.
Handleiðsla
Faghandleiðsla:
Gegnir mikilvægu hlutverki í að styrkja einstaklinginn í starfi og starfsþróun.
Hóphandleiðsla:
Sérsniðin að hverjum vinnustað og tekur mið af þeim verkefnum og áskorunum sem hópurinn er að fást við hverju sinni.
Stjórnendahandleiðsla:
Stuðningur við stjórnendur í starfsmannamálum, teymisvinnu, samskiptum og breytingastjórnun.
Verð:
Einstaklingshandleiðsla: 20.000 kr.
Hópar: tekur mið af stærð hópsins og fjölda handleiðslutíma.
Staðsetning: Síðumúli 33, 108 Reykjavík eða á viðkomandi vinnustað eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar:
leitumleida@leitumleida.is
s: 857-7575