Um okkur
Hafdís Þorsteinsdóttir
Fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari
Hafdís Þorsteinsdóttir er menntaður fjölskyldufræðingur, sáttamiðlari og með M.A. gráðu í félagsráðgjöf.
Sérstakar áherslur:
Fjölskyldu-, einstaklings- og para/hjónabandsráðgjöf. Meðvirkni, samskipti á vinnustöðum, uppkomin börn alkóhólista, tengsla- og fortíðarvandi, sáttamiðlun. Aldraðir og aðstandendur þeirra.
Hafdís hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess. Hún er með hópavinnu í tengslum við meðvirkni, sjálfstyrkingu, mörk, markaleysi og samskiptavanda, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Ólöf Birna Björnsdóttir
Fjölskyldufræðingur og handleiðari
Viðtalsbókanir
Ólöf Birna Björnsdóttir er menntaður faghandleiðari og fjölskyldufræðingur, með B.A. gráðu í félagsráðgjöf og diploma í opinberri stjórnsýslu.
Sérstakar áherslur:
Handleiðsla fagfólks, samskipti og vanlíðan í starfi, streita, kulnun, kvíði, félagsfælni og þunglyndi og meðferð fjölskyldna.
Ólöf Birna hefur góða og haldbæra þekkingu á félags- og heilbrigðisþjónustu.