Um okkur
Hafdís Þorsteinsdóttir
Fjölskyldufræðingur og handleiðari
hafdis@leitumleida.is
Hafdís er menntaður faghandleiðari og fjölskyldufræðingur og með M.A. gráðu í félagsráðgjöf.
Sérstakar áherslur:
Fjölskyldu-, einstaklings- og para/hjónabandsráðgjöf. Meðvirkni, samskipti og handleiðsla á vinnustöðum, uppkomin börn alkóhólista, tengsla- og fortíðarvandi.
Aldraðir og aðstandendur þeirra.
Hafdís hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess.
Hún er með hópavinnu í tengslum við meðvirkni, sjálfsstyrkingu, mörk, markaleysi og samskiptavanda, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Ólöf Birna Björnsdóttir
Fjölskyldufræðingur og handleiðari
Viðtalsbókanir
olof.birna@leitumleida.is
Ólöf Birna er menntaður faghandleiðari og fjölskyldufræðingur, með B.A. gráðu í félagsráðgjöf og diploma í opinberri stjórnsýslu.
Sérstakar áherslur:
Handleiðsla fagfólks, samskipti og vanlíðan í starfi, streita, kulnun, kvíði, félagsfælni og þunglyndi og meðferð fjölskyldna.
Ólöf Birna hefur góða og haldbæra þekkingu á félags- og heilbrigðisþjónustu.