top of page

​Ólöf Birna Björnsdóttir

Ólöf Birna Björnsdóttir er menntaður faghandleiðari og fjölskyldufræðingur, með BA gráðu í félagsráðgjöf og diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur góða og haldbæra þekkingu á félags- og heilbrigðisþjónustu.

Sérstakar áherslur:  Handleiðsla fagfólks, samskipti og vanlíðan í starfi, streita, kulnun, kvíði, félagsfælni og þunglyndi, einnig meðferð fjölskyldna

Ólöf Birna hefur víðtæka þekkingu á málefnum fólks sem er að takast á við geðrænar áskoranir og hefur unnið mikið með aðstandendum þessa hóps. Síðustu ár hefur hún unnið sem ráðgjafi hjá Geðhjálp og starfar nú hjá geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Hún starfaði einnig sem sérfræðingur í málefnum utangarðsfólks og hefur góða þekkingu á fíknisjúkdómum og afleiðingum þeirra.

bottom of page