Ólöf Birna Björnsdóttir
Ólöf Birna Björnsdóttir er menntaður faghandleiðari og fjölskyldufræðingur, með BA gráðu í félagsráðgjöf og diplóma í opinberri stjórnsýslu. Auk þess er hún með viðbótarnám í EFT (Emotional focus therapy) og ACT (Acceptance and commitment therapy).
Ólöf Birna hefur unnið mikið með fjölskyldum fólks með geðrænan vanda með áherslur á aðstandendur auk þess að hafa reynslu úr barnavernd, meðferð fólks með fíknivanda, fósturforeldra og málefni fatlaðra.
Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Geðhjálp og starfar nú hjá geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Sérstakar áherslur: Handleiðsla fagfólks, samskipti og vanlíðan í starfi, streita, kulnun, kvíði, félagsfælni og þunglyndi. Fjölskyldumeðferð, einstaklings og parameðferð, samskiptavandi innan fjölskyldunnar og meðvirkni.