top of page

​Ólöf Birna Björnsdóttir

Ólöf Birna Björnsdóttir er menntaður faghandleiðari og fjölskyldufræðingur, með BA gráðu í félagsráðgjöf og diplóma í opinberri stjórnsýslu. Auk þess er hún með viðbótarnám í EFT (Emotional focus therapy) og ACT (Acceptance and commitment therapy). 

 

Ólöf Birna hefur unnið mikið með fjölskyldum fólks með geðrænan vanda með áherslur á aðstandendur auk þess að hafa reynslu úr barnavernd, meðferð fólks með fíknivanda, fósturforeldra og málefni fatlaðra.

Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá Geðhjálp og starfar nú hjá geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.​

​​

Sérstakar áherslur: Handleiðsla fagfólks, samskipti og vanlíðan í starfi, streita, kulnun, kvíði, félagsfælni og þunglyndi. Fjölskyldumeðferð, einstaklings og parameðferð, samskiptavandi innan fjölskyldunnar og meðvirkni.​​​​

bottom of page