top of page

Námskeið - Fyrirlestrar

Mynd2 Bætt samskipti betri líðan.png
Bætt samskipti
Betri líðan

​Heilbrigð samskipti hafa jákvæð áhrif á líðan okkar, minnka streitu og álag, áhættu á kulnun og auka ánægju og vellíðan á vinnustaðnum og í einkalífi.

Á námskeiðinu er fjallað um samskipti, tengslamyndun og áhrif þeirra á sambönd okkar við fjölskyldu og samstarfsfólk. Markmiðið er að efla samskiptafærni og sjálfsstyrkingu og finna leiðir til bæta líðan í starfi og einkalífi.

Þátttakendur fá tækifæri til að færa hugarfar sitt frá festu fortíðar og vandamála yfir í lausnir og úrræði með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi.

Markmiðið er að fólk finni leiðir til að leysa vanda með markvissum og raunhæfum hætti og auki þannig færni í samskiptum.

Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir

Tími: 4x þriðjudagar kl. 9.30-12.00  (10 klst)

Verð: 45.000 kr.

Staðsetning: Síðumúli 33, 108 Reykjavík

Nánari upplýsingar og skráning:  leitumleida@leitumleida.is eða í síma 857-7575

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum

hjá flestum stéttarfélögum. 

Group of business people hiding their fa

Aldrei aftur meðvirkni 
Aldrei aftur hvað?

​Á námskeiðinu verður fjallað um fjölbreyttar birtingarmyndir meðvirkni og hvernig hún mótar samskipti okkar. Ef þú vilt skilja betur hvernig meðvirkni getur haft áhrif á tilfinninga-, fjölskyldu- og vináttusambönd, sem og samskipti á vinnustað, þá er þetta námskeið fyrir þig.

  • Samskiptaerfiðleikar: Kvíði fyrir samskiptum eða ákveðnum aðstæðum.

  • Tilfinningalegt ójafnvægi: Erfitt að greina eigin tilfinningar, vanmáttur gagnvart hegðun annarra, lágt sjálfsmat.

  • Áhugamál: Ekkert sem vekur áhuga, erfitt með að taka ákvarðanir.

  • Viðbrögð: Of sterk eða jafnvel engin viðbrögð við ákveðnum aðstæðum. 

Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir

Dagsetning: Laugardagur 2. nóvember kl 10:00 – 16:00

Verð: 36.000.- 

 

Innifalið í verði er hóphittingur 2x 1,5 tíma í senn á virku kvöldi til að dýpka skilning þinn enn frekar og ræða afleiðingar meðvirkni.

Staðsetning: Síðumúli 33, 108 Reykjavík
Nánari upplýsingar og skráning:

leitumleida@leitumleida.is í síma 857-7575

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum

hjá flestum stéttarfélögum.

LL-kaðlar.jpg
Meðvirkni á vinnustað

Það getur oft verið erfitt að gera sér grein fyrir hvort meðvirkni ræður ríkjum á vinnustöðum.

Vinnusemi, hjálpsemi og stjórnsemi geta verið einkenni meðvirka ástandsins, en hver eru langtímaáhrifin af slíkri hegðun á vinnustaðinn? 

bottom of page