Fyrirlestrar-hópar-námskeið

Meðvirkninámskeið
6. des.
Miðvikudagur 6. desember 2023 kl. 18-21
+ einn hóphittingur viku síðar (1,5 tími, innifalinn í verði)
-
Hvernig
-
verður meðvirkni til?
-
læri ég að setja mér og öðrum heilbrigð mörk?
-
hefur meðvirknin áhrif á líf mitt ?
-
get ég bætt samskipti mín við aðra?
-
get ég lært betur að stjórna viðbrögðum mínum?
-
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra að þekkja meðvirkni, einkenni þess og afleiðingar og hvernig hægt er að byggja upp og styrkja heilbrigð samskipti við maka, fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga.
Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur
Næsta námskeið: 6. desember, kl. 18-21
Staðsetning: Síðumúli 33, 108 Rvk
Nánari upplýsingar og skráning: leitumleida@leitumleida.is eða í síma 857-7575
Verð: 18.000.-
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum og viðtölum hjá flestum stéttarfélögum.

Hópastarf
einu sinni í viku
Hópavinna er góð leið til að aðstoða hvert annað við að finna aðferðir sem gætu gagnast til dæmis í samskiptum við aðra. Einstaklingar eru mis sterkir á ólíkum sviðum, upplifunin á svipuðum atburðum er ekki alltaf eins og gott að fá ólík sjónarhorn. Þá gagnast hópavinna ekki síður þeim sem eiga erfitt með að tjá sig þar sem það getur verið gott að æfa sig í litlum hópi sem maður treystir.
Hópar eru að jafnaði 1x í viku, 1,5 klst. í senn.
Til þess að komast inn í hóp þarf viðkomandi að hafa farið á námskeið/fyrirlestur í meðvirkni eða koma í viðtal til ráðgjafa.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Þorsteinsdóttir í síma 857-7575 eða hafdis@leitumleida.is

Sjálfsstyrkingarnámkeið
Hver er ég?
Hver vil ég vera?
Hvert er ég að fara?
Hvernig kemst ég þangað?
Birtingarmynd þess sem er með lágt sjálfsmat og lítið sjálftraust gæti verið t.d. að:
-
einbeitt sér meira að veikleikum sínum en styrkleikum
-
finnast erfitt að tjá óskir og tilfinningar sínar
-
eiga erfitt með að setja sér markmið
-
vera í vandræðum að setja mörk
- treysta ekki eigin ákvörðunum
-
hræðast mjög mistök
Það er hægt að breyta og brjóta þessi hegðunarmynstur með því að auka sjálfsvitund og sjálfstraust.
Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur
Næsta námskeið:
Tími: 18-21 (að auki 4 mánudagar kl.17:30-19:00)
Verð:
Nánari upplýsingar og skráning: leitumleida@leitumleida.is eða í síma 857-7575
Hægt er að sækja um styrk fyrir viðtölum og námskeiðsgjöldum hjá flestum stéttarfélögum.

Meðvirkni á vinnustað
Það getur oft verið erfitt að gera sér grein fyrir hvort meðvirkni ræður ríkjum á vinnustöðum.
Vinnusemi, hjálpsemi og stjórnsemi geta verið einkenni meðvirka ástandsins, en hver eru langtímaáhrifin af slíkri hegðun á vinnustaðinn?