Meðvirkninámskeið

 • Hvernig

  • verður meðvirkni til?

  • læri ég að setja heilbrigð mörk?

  • hefur meðvirknin áhrif á líf mitt ?

  • get ég bætt samskipti mín við aðra?

  • get ég lært betur að stjórna viðbrögðum mínum

 

Þessar spurningar og margar aðrar verða teknar fyrir á námskeiðinu en einnig verður eftirfylgni, þrjú skipti einu sinni í viku 1 ½ tíma í senn (á virku kvöldi), sem eru innifalin í námskeiðsverði.

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir á meðvirkni og áhrif hennar meðal annars á samskipti okkar eins og tilfinningasambönd, vináttusambönd eða samskipti á vinnustöðum.

Meðvirkir einstaklingar eiga í erfiðleikum með að upplifa viðeigandi sjálfsvirðingu, setja virk heilbrigð mörk og upplifa og tjá sínar langanir og óskir. Þeir geta verið undanlátsamir, þóknast öðrum og óttast álit annarra, en meðvirkni birtist líka í stjórnsemi, hroka og yfirlæti. Sá sem er meðvirkur á oft erfitt með að gera sér grein fyrir hvernig honum líður, veit betur hvernig öðrum líður. Meðvirkir einstaklingar eiga oft erfitt með að tjá eigin veruleika af hófsemi, afleiðingarnar geta verið miklir samskiptaörðugleikar sem getur oft leitt til mikillar vanlíðanar, kvíða og þunglyndis.

Átt þú í samskiptaerfiðleikum, kvíðir fyrir samskiptum eða ákveðnum aðstæðum? Þekkirðu illa tilfinningarnar þínar, sjálfsmatið lágt og læturðu fólk fara í taugarnar á þér eða vaða yfir þig? Áttu kannski engin áhugamál eða átt erfitt með að taka ákvarðanir? 

Með of sterk eða engin viðbrögð? Væri ekki gott að koma á meðvirkninámskeið?

Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur

Næsta námskeið: 

Hvar: 

Léttar veitingar, ekki hádegisverður

Nánari upplýsingar um námskeiðið: hafdis@leitumleida.is eða í síma 857-7575

Verð