top of page

Meðvirkninámskeið


 

  • Hvernig

    • verður meðvirkni til?

    • læri ég að setja mér og öðrum heilbrigð mörk?

    • hefur meðvirknin áhrif á líf mitt ? 

    • get ég bætt samskipti mín við aðra?

    • get ég lært betur að stjórna viðbrögðum mínum?

 

Á námskeiðinu verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir meðvirkni og áhrif hennar á samskipti okkar eins og tilfinninga- og fjölskyldusambönd, vináttusambönd eða samskipti á vinnustöðum.

Innifalið í námskeiðinu er einnig einn hóphittingur viku síðar, þar sem þátttakendum gefst enn frekar tækifæri á að dýpka skilning sinn á meðvirkni og afleiðingum hennar.

Meðvirkir einstaklingar eiga í erfiðleikum með að upplifa viðeigandi sjálfsvirðingu, setja virk heilbrigð mörk og tjá langanir sínar og óskir. Þeir geta verið undanlátsamir, þóknast öðrum úr hófi og óttast álit annarra. Meðvirkni getur hins vegar einnig birst í stjórnsemi, hroka og yfirlæti. Sá sem er meðvirkur á oft erfitt með að gera sér grein fyrir hvernig honum sjálfum líður, veit betur að þeirra mati hvernig öðrum líður og er stundum afskiptasamur og smámunasamur. 

Afleiðingar meðvirkni geta verið miklir samskiptaörðugleikar sem getur oft leitt til mikillar vanlíðanar, jafnvel kvíða og brotna sjálfsmynd.

Algengar upplifanir sem tengjast meðvirkni:

  • Samskiptaerfiðleikar, kvíði fyrir samskiptum eða ákveðnum aðstæðum

  • Þekkja illa tilfinningarnar þínar, sjálfsmatið lágt og láta fólk fara í taugarnar á sér eða vaða yfir sig

  • Að eiga engin áhugamál eða eiga erfitt með að taka ákvarðanir

  • Að vera með of sterk eða jafnvel engin viðbrögð

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra að þekkja meðvirkni, einkenni þess og afleiðingar og hvernig hægt er að byggja upp og styrkja heilbrigð samskipti við maka, fjölskyldu, vini og samstarfsfélaga.

Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur

Staðsetning: Síðumúli 33, 108 Rvk

Nánari upplýsingar: leitumleida@leitumleida.is eða í síma 857-7575

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum og viðtölum hjá flestum stéttarfélögum. 

bottom of page