Hafdís Þorsteinsdóttir
Hafdís Þorsteinsdóttir er menntaður fjölskyldufræðingur, sáttamiðlari og með M.A. gráðu í félagsráðgjöf.
Hafdís hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess. Hún er með hópavinnu í tengslum við meðvirkni, sjálfstyrkingu, mörk, markaleysi, samskiptavanda o.fl.
Þá hefur Hafdís einnig lært TRM áfallameðferðarnálgun (Trauma Resiliency Model, stig 1 og 2) sem kennd var af The Trauma Resource Institute. TRM er gagnreynd viðurkennd meðferðarnálgun sem miðar að því að vinna með fólki sem orðið hefur fyrir hvers kyns áföllum.
Hún sinnti starfsnámi hjá SÁÁ sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á árunum 2007-2009 og hefur mikla þekkingu á því hlutverki að vera aðstandandi fólks í áfengis- og fíkniefnavanda. Var framkvæmdastjóri Heilsu ehf 1991-2006 og hefur áralanga reynslu af rekstri fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Þá hefur hún sótt fjölmörg námskeið um samskipti á vinnustöðum.
Sérstakar áherslur:
Fjölskyldu-, einstaklings- og para/hjónaviðtöl. Meðvirkni, samskipti á vinnustöðum, uppkomin börn alkóhólista, tengsla- og fortíðarvandi, sáttamiðlun. Aldraðir og aðstandendur þeirra.