top of page

Hafdís Þorsteinsdóttir

Hafdís Þorsteinsdóttir er menntaður faghandleiðari, fjölskyldufræðingur, sáttamiðlari og með M.A. gráðu í félagsráðgjöf.

Hafdís hefur víðtæka þekkingu á orsökum og afleiðingum meðvirkni og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um birtingarmyndir þess. Hún er með hópavinnu í tengslum við meðvirkni, sjálfstyrkingu, mörk, markaleysi, samskiptavanda o.fl.

Þá hefur Hafdís einnig lært TRM áfallameðferðarnálgun (Trauma Resiliency Model, stig 1 og 2) sem kennd var af The Trauma Resource Institute. TRM er gagnreynd viðurkennd meðferðarnálgun sem miðar að því að vinna með fólki sem orðið hefur fyrir hvers kyns áföllum.​

Hafdís starfar á Landspítalanum sem félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og heldur utan um handleiðslu félagsráðgjafa spítalans. 

Hún sinnti starfsnámi hjá SÁÁ sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á árunum 2007-2009 og hefur mikla þekkingu á því hlutverki að vera aðstandandi fólks í áfengis- og fíkniefnavanda.

Var framkvæmdastjóri Heilsu ehf 1991-2006 og hefur áralanga reynslu af rekstri fyrirtækja og mannauðsstjórnun. Þá hefur hún sótt fjölmörg námskeið um samskipti á vinnustöðum. 

Sérstakar áherslur:  

Fjölskyldu-, einstaklings- og para/hjónaviðtöl. Meðvirkni, samskipti á vinnustöðum, uppkomin börn alkóhólista, tengsla- og fortíðarvandi, sáttamiðlun. Aldraðir og aðstandendur þeirra.

bottom of page