Uppkomin börn alkóhólista
Að alast upp við áfengis- eða vímuefnavanda getur m.a. haft neikvæð áhrif á tilfinningasambönd, samskipti við vini, uppeldi á börnum, störf o.fl. Afleiðingarnar geta orðið margvíslegar eins og meðvirkni, kvíði, þunglyndi, fíknisjúkdómar, streita, reiði og gremja.
Uppkomin/fullorðin börn alkóhólista vanmeta oft áhrifin af því að vera alin upp við ofnotkun áfengis og/eða vímuefna. Kannski er það afneitun en gæti líka verið skömm eða einfaldlega þekkingarleysi.
Birtingamyndin getur verið:
- Erfiðleikar við að treysta
- Erfitt með breytingar
- Fullkomunarárátta
- Að þóknast öðrum
- Óttast höfnun
- Ofurábyrgð
- Stjórnsemi
- Meðvirkni
- Skömm
Uppkomin börn alkóhólista byggja oft múr í kringum tilfinningar sínar því það að elska eða þykja vænt um einhvern þýddi oft að hafa áhyggjur af honum og það gat verið vont. En með því að byggja múr lokum við fyrir tilfinningar og þá er erfitt að fá nánd.
Að forðast sársaukafullar tilfinningar er ein leið til að þurfa ekki að takast á við þær en til eru margar leiðir til að líða betur, læra að treysta og eiga betri samskipti.
Til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið hafið samband við Hafdísi Þorsteinsdóttur á hafdis@leidumleida.is. eða í síma 857-7575.