Meðvirknifyrirlestur fyrir fyrirtæki

Eru meðvirkir einstaklingar bestu eða verstu starfsmennirnir?

Það getur oft verið erfitt að gera sér grein fyrir hvort meðvirkni ræður ríkjum á vinnustöðum. Á vinnustaðnum getur birtingarmyndin á meðvirkum einstaklingi verið þægilegur, hjálpsamur ofurábyrgur starfsmaður sem er alltaf tilbúinn að stíga fram til að aðstoða aðra. Vinnur mikið, kemur fyrstur, fer síðastur og tekur ofurábyrgð. 

Of gott til að vera satt? Hvað er athugavert við þetta?

  • Þeir búast við að aðrir geri eins og þeir annars verða þeir pirraðir og gramir

  • Þeir vinna oft mikið og hafa engan tíma fyrir eigin líðan eða þarfir

  • Þeir hræðast höfnun og hafa mikla þörf fyrir viðurkenningu

  • Þeir forðast ágreining til að komast hjá viðbrögðum annarra

  • Þeir ráðskast með aðra og láta þá fá sektarkennd

  • Þeir setja ekki skýr mörk

 

Þetta eru nokkur af mörgum einkennum sem verða tekin fyrir á fyrirlestrinum. Þar verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir meðvirkni, áhrifin á samskipti og líðan starfsmanna á vinnustöðum. Farið verður yfir hvaðan þessi hegðun gæti komið og þá verður einnig farið yfir einfaldar leiðir til að brjótast út úr þessu, oft rótgróna, samskiptamynstri.

Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir

Vinsamlegast hafið samband í síma 857-7575 eða hafdis(hjá)leitumleida.is ef óskað er eftir upplýsingum um fyrirlesturinn.


 

Hlíðasmári 14

200 Kópavogur

Sími: 857-7575

kt. 561202-3970

e-mail: leitumleida@leitumleida.is​

www.leitumleida.is

© 2019   Leitum leiða ehf.