top of page

Meðvirknifyrirlestur fyrir fyrirtæki

Eru meðvirkir einstaklingar duglegustu starfsmennirnir?

Það getur oft verið erfitt að gera sér grein fyrir hvort meðvirkni ræður ríkjum á vinnustöðum.

Birtingarmyndin getur verið þægilegur, hjálpsamur, ofurábyrgur starfsmaður sem er alltaf tilbúinn að stíga fram til að aðstoða aðra. Vinnur mikið, kemur fyrstur, fer síðastur og hleður á sig verkefnum. Frábær starfskraftur, ekki satt? En hver eru langtímaáhrifin af slíkri vinnuhegðun? Og hvernig samstarfsfélagi er slíkur starfsmaður?

 

En meðvirkni getur einnig brotist fram á vinnustöðum þar sem mikil stjórnsemi, yfirgangssemi og ógnarstjórnun er viðvarandi. Fæst örugglega það besta út úr starfsfólki í þess háttar starfsumhverfi? 

Dæmigerð hegðun meðvirkra starfsmanna:

  • Þeir búast við að aðrir geri eins og þeir annars verða þeir pirraðir og gramir

  • Þeir vinna oft mikið og hafa engan tíma fyrir eigin líðan eða þarfir

  • Þeir hræðast höfnun og hafa mikla þörf fyrir viðurkenningu

  • Þeir forðast ágreining til að komast hjá viðbrögðum annarra

  • Þeir ráðskast með aðra og láta þá fá sektarkennd

  • Þeir setja ekki skýr mörk

 

Þetta eru nokkur einkenni á meðvirku starfsumhverfi sem verða tekin fyrir á fyrirlestrinum. Þar verður farið yfir áhrif slíkrar framkomu á samskipti og líðan starfsmanna á vinnustöðum. Þá verður skoðað hvaðan þessi hegðun gæti komið og farið yfir einfaldar leiðir til að brjótast út úr þessu, oft rótgróna, samskiptamynstri.

Fyrirlesari: Hafdís Þorsteinsdóttir

Vinsamlegast hafið samband í síma 857-7575 eða hafdis(hjá)leitumleida.is ef óskað er eftir upplýsingum um fyrirlesturinn. Ath. að einnig er hægt að fá einkaviðtöl/-fundi. 


 

bottom of page