top of page

​Hópastarf

Leitum leiða býður upp á hópavinnu með ráðgjafa en það form hentar vel þar sem oft er gott að tjá sig við þá sem hafa upplifað sama eða svipað og maður sjálfur. Hópavinna er góð leið til að aðstoða hvert annað við að finna aðferðir sem gætu gagnast til dæmis í samskiptum við aðra.  Einstaklingar eru mis sterkir á ólíkum sviðum, upplifunin á svipuðum atburðum er ekki alltaf eins og gott að fá ólík sjónarhorn. Þá gagnast hópavinna ekki síður þeim sem eiga erfitt með að tjá sig þar sem það getur verið gott að æfa sig í litlum hópi sem maður treystir.

 

Hópar eru að jafnaði 1x í viku, 1,5 klst. í senn.

 

Til þess að komast inn í hóp þarf viðkomandi að hafa farið á námskeið/fyrirlestur í meðvirkni eða koma í viðtal til ráðgjafa.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Þorsteinsdóttir í síma 857-7575 eða hafdis@leitumleida.is

bottom of page