Þegar foreldrar eldast

 

  • Hvernig verða samskiptin í fjölskyldum þegar einstaklingarnir eldast?

  • Er hægt að fyrirbyggja að samskiptin verði erfið eða flókin?

  • Hvað felst í því að setja sjálfum sér og öðrum mörk?

  • Erum við meðvirk eða umhyggjusöm?

  • Er hægt að laga trosnuð tengsl?

  • Hver gerir mest fyrir mömmu eða pabba?

  • Hefur tengslamyndun úr æsku áhrif?

 

Þessar spurningar og margar aðrar verða teknar fyrir á þessum tveggja tíma fyrirlestri sem fjallar meðal annars um þá stöðu sem getur myndast þegar hlutverkin fara að víxlast innan fjölskyldunnar þegar einstaklingarnir eldast.

 

Það er aldrei of seint að bæta samskipti okkar við fjölskylduna eða aðra og læra nýjar aðferðir til að takast á við erfiðar eða breyttar aðstæður.

 

Fyrirlesari er Hafdís Þorsteinsdóttir fjölskyldufræðingur.

 

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má nálgast í tölvupósti hafdis@leitumleida.is eða í síma 857-7575